torsdag 24 juli 2008

meðal vina

fimmtudagur og klukkan er 18.39 og 24 júlí 08

var á Hljómalind áðan
gaman að sjá andlitin og skynja
soltið feiminn að seigja sögur, hef það á tilfinningunni að ég sé séður sem vitleysingur útaf of mörgum bröndurum í gangi. Erfitt að opna hjartað þegar það sem ég kem með er séð sem húmbúkk og órar. Þá er betra að bíða og skrifa frekar.

En hér eru mörg falleg hjörtu og næm...

hm... Hitti Heiðdís á morgun í hádeginu í Norræna húsinu.
Hún er að fara norður á jarðarför Fríðu hans Steina. Þar verður öll ættinn hennar mömmu samankominn.

Mikill kærleikur.

´´´´´´´´´´´´´´´
og nú er talvan búinn að vera mjög undarleg, slökkt á sér þrisvar akkúrat þegar ég var að fara að skrifa

.... jæja nú virkar eitthvað

jú, ég á víst að vera bilaður á svo marga vegu, fastur í organistanum í Atómstöðinni er ein kenningin, fastur í að búa til rugl kenningar hm... hvað varða meira?, með móður fixeringu
fastur í fortíðinni, fastur í óraunhæfum draumum... með fixeringar og jaaa... líklega margt fleira afar hlægilegt... allur hin ómögulegasti en

hvað jákvætt?
jú máski eitthvað á móti til að bæta stöðuna, kannski nær núlli

hm... hvað gæti það verið?

eru einhverjir plúsar?

tjah!

ég hef alltaf séð organistan eða fyrimynd organistans Erlend í Unuhúsi sem virkilega heillandi persónu, einskonar íslenskan búdda og því finnst mér í lagi að "festast soltið" í honum
ég dáist þó að fleiri persónum, bæði ésú (hvort sem hann var til eða ekki, ég held að hann hafi verið til) og búdda og lao tze

Kristín í Skógarnesi, fjalla Eyvindur og Halla og Jónas og Hulda og Snorri, Jóhannes úr Kötlum þó ekki væri nema fyrir Sóleyjarkvæði

og það eru margir fleiri sem lagt hafa hönd á plóg að móta mig

Mamma og Pabbi já og vinir mínir og þíngfólk hvaðanæfa af jörðinni

mér finnst allt fólk sem skýn frá hjartanu með afbryggðum fallegt!

og talar með hjartanu...

sýngur og dansar!

Eða bara er

meiri fegurð finnst ekki... ja börnin eru þar og dýr og jurtir

-----------------------------------------------------------
Mamma var mesti persónuleikinn í minni fjölslildu og því er eðlilegt að ég sæki mikið til hennar

hún hélt þessu öllu saman með óbiland góðum vilja innað hjartarótum og innsæi... og næmni

Pabbi var allur í hjartanu líka og þannig voru nú flestir sem ég kynntist í uppvextinum

Amma.
------------------------------------------------------------------------------------------------
Annarser það bara nátturan og lífið, frumurnar.

Eggið og sæðið.

Blóm og skordýr

og fuglar já... þeir eru vel að sér

margir hvurjir

þeir og þau vita ótrúlega margt

--------------------------------------
og draumurinn

hver er hann?

jú manneskjulegt líf

líf sem er gleðilegt og unaðslegt... heilagt og fallegt

einsog öll náttúran er og mennirnir er eina veran sem ég þekki sem ekki er heil

er ekki skinsöm og ekki hamingjusöm og eina veran sem eyðir líftegundum sem ég hef spurnir af

og eina veran sem er fullkomlega lasin sem heild

og í afneytun að sjá hvað er að gerast og þar með bregðast við

að sjá hvaða leið er fær og hvaða leið ófær

rollurnar velja betri leið

en mönnum eru krókaleiðir kærari

hvernig getum við náð þessu?

hvernig getum við vaknað?

er leið?

hvaða leið er fær?

það er ekki auðvelt að útskíra svo vel sé, en þing
álfa er öðruvísi en "goða" á þíngvöllum eða þíngmanna Alþýngishússins.

þing álfa fyrir valdarán víkinga var öðruvísi en það sem við köllum goðaveldis þing

Kannski má seigja líka að þing nútíma náttúrubarna sé öðruvísi en álfa fyrir 13.000 árum. Líka 1300 árum.

En þíng álfanna var þíng fjölskildna, fólk sem þekkti allt hvert annað og ákvað hlutina saman.
Sumsé consensus... allir gátu tekið þátt í umræðunni sem vildu og fólk komst að sameiginlegum niðurstöðum... hópurinn var ekki mikið stærri en 150

Ið norræna þíng náttúrufólks er ekki fjölskilda eins og þá var. Norræna þingið er hópur fólks sem er að leita að fólki sem þráir heilindi og fegurð og sannlkeika inní líf sitt og vill læra af hvert öðrum á mismunandi sviðum

og þroska góða hæfiðleika (þetta þurfa menn að fá reinslu af... hvernig fólkið í hringnum styður og hjálper hvert öðru)

draumurinn er að finna manneskju með sama draum í hjarta sínu

þá byrjar lífið

og sköpunin

heil

talstafur eða fjöður er gott "verkfæri" til að við sjáum hvert annað

myndir og dans líka og saungvar

og heyrum

að tala bara frá hjartanu er einfalt og öllum eðlilegt og blátt áfram

þegar menn tala frá maganum eða hausnum dofnar spennan en ef einhver fer svo aftur að tala frá hjartanu vaknar athyglin aftur

allir leggja við hlustir

og þegar ein kýr pissar þá verður annarri mál

----------
manneskjan lifði af vegna þess að það hjálpaðist að
við vöndumst þessu sérstaklega á Ísöld og eftir að við fórum að nota eld ekki sýst, söfnun matar á sumrin og varðveisla kallaði á skipulögð vinnubrögð og skilning og hugsun... að sjá fyrir sér hvað gerist ef... og þá... til dæmis hvað gerist ef við eignumst svo mörg börn að erfitt er að næra sig í einu dalverpi, þá vill það fólk fá mat frá fólkinu í næsta dal. Ekki var hugsanlegt að ræna mat frá öðrum eins og úlfhéðnar gerðu. Þeir sem komu frá Litlu Asíu, Æsir, valdnýðslumennirnir. þ.e. víkingar seiddna. Slíkt mundi hafa skapað stríð milli ættflokka og fólk var bara of skynsamt til að hafa áhuga á slíku. Þetta skapaði skilning á því sem við köllum vistvænt líf, en það var kallað heild þá. Að sjá hlutina í heild en ekki bara rétt frammá nef sér. Að sjá lengra en nefið varð málsháttur. Þennan málshátt notaði mamma bísna oft. Hún talaði líka um "ábyrgð". Ábyrgðin sem við stöndum frammi fyrir er ekki lítil. Ætlum við að læra að lifa vistvænt eða ætlum við að ræna okkur sjálf allri hamingju endalaust? Ræna hvert annað og náttúruna? Ætlum við að kenna börnum okkar heilt líf og heilagt eða bara að sökkva sér niður í óhollustu og óheilinndi einsog nú viðgegngst. Hin endalausa ránsmennska í gegnum vaxtaleiki og aðferðir bánkaeigenda til að ræna fólk landi og lífsmöguleikum. Allt til þess að gera þá ríkari, ríkari og þá fátækari fátækari og allir í óhamingju og samkeppni og tortryggni. Eða viljum við heilt líf? Líf í heilindum kallar á að lækka öll segl. Mínka neyslu á óþarfa. Náttúruvænan húsakost af efnum sem náttúran hefur ofgnótt af á hverjum stað. Grjót og torf já. Foreldrar mínir höfðu margar leiðir til að afla heimilinu matar. Kartöflugarð höfðu þau og fóru alltaf í berjamó á haustin. Kjöt beint úr sveitinni og fisk beint frá fiskimanni. Hvönn er afar heilsubætandi og næringsrík. Fjölmargar aðrar jurtir á landi og í hafi hafa mikið næringargildi. Að finna matinn á staðnum er spannandi verkefni sem sameinar fjölskilduna. Og gerir fólk sjálfstætt og hraust. Sjálfstæðisflokkurinn er flokkur sem ekki er með sjálfstæðu fólki. Það byggir allt sitt á ránstarfsemi, bæði frá fátækara fólki og náttúrunni. En raunveruleg sjálfstæð persóna er sú persóna sem kann á náttúruna og kann að næra sig og gera skjól og ala börn og næra þau. Maturinn sem vex upp til fjalla er hreinn og ekki með eytri á sér eins og maturinn í búðunum. Þeir sem borða þann mat eingöngu hafa verri heilsu en þeir sem finna matinn hreinan eða rækta hann sjálfir. Svona leiðir finnst mér skinsamlegar. Í dag höfum við aðgang að meiri þekkingu en fyrir 150 árum þegar við lifðum á landsins gjöfum. Við getum gert náttúruleg hýbili vatnsþéttari og hlýrri en þá. Mikil þekking hafði tapast á síðustu 1000 árum vegna þess hve vísasta fólkið var hart leikið af valdnýðslufólkinu. Afkomendum þeirra sem rændu Íslandi og lögðu í læðing. Vissulega þarf að endurskoða það "hver á Ísland" og þess gæði. Þeir sem hugsa mest um aukið vald vilja halda í eignarétt á landi og hafa allt til sölu. Enginn gildi eru virt nema rétturinn ("frelsið") til að ræna í gegnum peningaleikinn núna. Ísland á sig sjálft en Íslendingar eru hér til að passa það og halda því vistvænu og í jafnvægi við náttúruna... ekki of mikið tekið af og hæfilega skipt. Þannig lít ég á. Að skapa fjölskildur, hópa af fólki sem passar hver sitt svæði saman er framtíðin að mínu mati. Allar þessar nýju fjölskildur ráða saman ráðum sínum og finna leiðir til vistvæns lífs og hamingjuríks. Já allir byggja sín "hobbitahús" og hafa síðan sameiginlegt hús (vonandi öll hringlaga, ég er voðalega þreyttur á ferningum)
fyrir samverustundir og fleira. Það er einmitt það sem margir verða svo hissa á þegar við förum að feta þessa hógværu leið að samverustundirnar verða mikklu fleiri og mikklu skemmtilegri og yndislegri. Þegar við þekkjum alla og allir á bróður sistur basa, þá fossar sköpuninn fram og sjálsprottin ánægjuefni brosa í núinu.

Þegar við erum á réttri leið.
Og lærum að þekkja okkur sjálf og hvert annað betur og betur. Og alla náttúruna. Lífið.

Og hvað vekur ánægju í jafnvæginu. Í kyrrðinni sýngja fuglarnir best.

Allt hefur sinn tíma.

-------------------------
ég lít bara á alla prófessorana sem lygaverði og samseka í glæp á meðan þeir seigja ekkert

ég lít á allt ríkisbáknið sem lygi og valdnýðslu og skápa fulla af vitleysingum meðan þeir þeigja þunnu hljóði og láta einsog allt sé í lagi að peningaliðið ræni öllu landinu í hendur örfárra ofurríkra glæpamanna

ég lít á peningamennina sem óða hunda sem þarf að píska niður með þykkum leðurólum

hunda flaðrandi í aðal glæpaliðunum báðu meigin hafs

eða blindingja

eða hvorutveggja

og illa upplýstan lýð af loddurum

hvað sagði Jésú Kristur?

takið ekki vexti af lánveitingum!

Svona vel sá hann frammí tímann eða hvað?
eða hann sá hvað þetta var óheilbryggt þá þegar.

Vegna þess að vextirnir eru ekki til
þarf að auka við sem þeim nemur

og þetta kemur ekki bara niður á lántakanum
það kemur niður á náttúrunni starx... lýfsrými allra hinna tegundanna
já hinna landanaa oft líka þegar frekjast er meira í einu landi kemur það niður á nágrönnum

það sér hvert barn að þetta gengur ekki

hversvegna þeigja svo allir prófessorarnir?

eru þeir hræddir við þá tilhugsun að setja niður kartöflur? Þeir hafa brugðist. Til hvers eru fræðingar ef þeir leiða okkur afvega?

Við þurfum að byggja fleiri fangelsi ef við ætlum okkur að refsa öllum þeim sem hafa brugðist þjóðinni, sjálfum sér og börnum sínum jafnvel líka

allar Lögreglurnar sem eru hundar annarra hunda í samfélagi sem eyðir öllu í kringum sig og getur varla horft á sannleikann eitt augnablik... vill ekki sjá sjálfan sig, vísar bara öllu á þíngið sem virðist samsafn vitleysinga með sín lygalög

og mútuþægni

ríkisstjórnarinnar

allt er til sölu lyginnar

og þessa aumingjaskapar að vilja ekki sjá hið augljósasta

hér er verið að ræna frá þjóðinni og náttúru landsins fyrir skammtímagróða fárra!

er þetta kristið land ef Prestarnir seigja ekki neitt eða land loddara? Trúa þeir þá ekki á Jésú? Á hvað trúa þeir þá? Launin sín og hagvöxt máski?

er einhver hér sem sér í gegnum föt keisarans?

-----------
hrein frekju menning!

í sífelldum vexti

einsog krabbamein

sem ekki skilur að hún eyðileggur líkamann sem hún býr í
---------------
hvaða valkost höfum við?

jú, 150 manna hópar, vinir sem taka sig saman, hugsandi einsog munkar og nunnur

eignast börn þegar einhver deyr

lifir sem einfaldast

ræktar vitundina og heilbryggði og heilindi í hrinjanda við náttúruna

tónlist saunvar dansar, dásamleg samskipti

án frekju

í gleði og unaði og þakklæti

dásamleika!

yfir undrum náttúrunnar og allífsins!

með því að létta þessari byrði af okkur að vera svona ein

og með allt á herðum einstaklinga köstum við öllum þessum áhyggjum á hringinn!, littla heimilisþíngið... 150 mannvera... beint lýðræði, með consensus... allir komast að niðurstöðum sem varða alla saman

kannski 1000 hektarar, (ja það má byrja smærra)

og svo rækta ofanísig og eða finna mat útí náttúrunni
----------------
já fyrst er að finna einn eða eina manneskju sem hefur sama draum

svona einfalt er það

svo koma fleiri...

það má byrja núna

Inga kommentarer: