måndag 28 juli 2008

enn ein sönnunin fyrir því að manngerðu hellarnir eru eldri en innrás víkinga og lygasagan um "landnám"... sumsé eldri en "landnáms"öskulagið

þetta er af blog Brynjólfs... en svo ritar hann:

Þessi hellir hefur verið mannabústaður. Öskuhaugur er sunnanvið um 20 metra frá hellisopinu og annar smáhaugur var líka norðan við en honum var ýtt í burtu þegar þýfið var gert að túni. Syðri öskuhaugurinn er um 5 meta breiður og 50 sentimetra þykkur. Á áttunda áratug síðustu aldar var grafið í hauginn af háskólastúdentum. Þegar komið var niður úr öskunni var móbergsmulningur því hellirinn hefur verið höggvinn að hluta, mulningurinn borinn upp og askan síðan sett ofan á. Inni í hellinum sjást axarförin vel í móberginu. Mulningurinn er fyrir neðan öskulag sem kallað er landnámsöskulagið svo líkur eru á að þarna hafi verið búið fyrir árið 871. Nánari lýsingu á Hellinum er að finna í bókinni „Manngerðir hellar á Suðurlandi“. Aska úr uppgreftri stúdentanna var tekin og send í kolefnisrannsókn til Svíþjóðar en því miður var ekki tekið nógu stórt sýni til að niðurstaða fengist. Askan er til staðar ennþá og hægt að senda til frekari rannsókna. Aftur var grafið á 9. áratugnum af háskólafólki í tvær lautir sem talið var að væru niðurfallnir hellar. Í annarri lautinni var komið niður á fjóshaug og kúahár, í hinni lautinni var hey. Ég vil að lokum geta þess að hellirinn var notaður sem fjárhús um 20 ára tímabil fyrir um 30 ær á mæðiveikiárunum og aldrei drapst kind úr mæðiveiki hjá okkur. Í hellinum var þurrt og hlýtt og mæðiveikibakterían náði sér ekki á strik þar. Núna er hellirinn í Kolsholtshellistúninu friðlýstar fornminjar.
Brynjólfur Guðmundsson skráði árið 2005.

sjá:
http://www.vina.net/index.php/brynjolfur?blog=5&title=reiehestur_huldukonunnar&page=1&more=1&c=1&tb=1&pb=1&disp=single#comment_preview

þeir sem vilja sjá hvað ég hef verið að skrifa um sama efni þurfa að fara neðst á þessa síðu og ýta á "eldra innlegg"

Inga kommentarer: