lördag 20 september 2008

löglegir glæpir

já, það er langur listi.

má seigja 7000 ára samfeld glæpasaga þessi ómenning sem við búum við... en ekki yfir allan hnöttinn fyrr en núna síðustu 3 til 400 ár. Sumsé, ómenningin byrjar með Sumer og veður svo smám saman yfir allt. Fyrst með vopnum og manndrápum og lýgum, þessu næst koma peningar til sögunnar og þá vextirnir. Allt er þetta glæpsamlegt og fer stig-versnandi. Landið er fyrst tekið og fólkið drepið sem sýndi viðnám, en þó gátu þá margir veitt viðnám á meðan kúgunin var augljós, en með peningakerfinu og áróðrinum um hvað hægt er að eignast fyrir peninga (af 99% ónauðsynlegur drasli) verður svo bilunin enn meiri, því nú taka nær allir þátt í peninga og þrælasamfélaginu, viljugir og óviljugir... mest viljugir.

Til þess að sjá þetta skírt þurfum við að sjá hvernig fólið hafði það fyrir fallið, fyrir Sumer, fyrir valda og landaránið. Þá vorum við öll sömun í hópum... 150 manns eða færri. Allir voru peningalausir og áttu fátt persónulega. Kanski tjald eða torfkofa og pottinn áttum við saman.
Þá leið fólkinu mun betur. Allir dansarnir og saungvarnir og þjóðbúningarnir vitna um þennan tíma. En eftir að valdnýðslu-ómenningin kom yfir okkur var bannað að muna hve gott við höfðum það áður. Flestir voru drepnir sem minntust á það einu orði. Og svo voru skáldin að þyggja gull hjá kóngum fyrir lygavefinn sem saminn var til að gera okkur algerlega rótlausa þræla. Helst þræla sem elska þrælalíf. Og þakka kúgaranum fyrir kjaftshögginn einsog þau væru klapp á bakið.

Sumsé, fyrst var öllu landi og menningarverðmætum stolið, svo var fólkinu stolið og nú stefnir á að allt líf verði lagt í auðn.

Svona stórfellt glæpaspil og sjúkleiki er flestum ofvaxið beinlinis að hugsa um og sjá með skírleika.

Sumsé, þeir og þau sem ekki taka þátt, eru troðin undir. Eyðilagðir. Fyrirlitnir.

Nú er það nýjast að stefnt er að því að allar eignir verði undir sama hatti og hermt er að þeir sem stýra þessu óhugnaði ætli sér að ná peningayfirráðum um allan jörð og þar með að ákveða hverjir skuli lifa og hverjir ekki. Fasistastefnan er algjör og á meðan er allan tíman súngið um frelsi. Flelsi einstaklingsins og sjálfsstæði þjóðanna er mönnu tíðrætt um á meðan þeir raða sér upp einsog rollur á færiböndin.

Hver ræðir um glæpaferil kapitalismans?

Eða eru íslendinga glaðir að missa landið og sjálfsforræðið sem svo sárt var saknað um 1900?

Sér enginn hvað græðgin er heimsk og skammsýn og ljót.

Og á meðan allt kerfið veður yfir fólk og dýr og villt land, þá dúlla þessir fábjánar sér við að eltast
við fátæklinga og sjúka og þykjast svo voðalega ábyrgir og réttsýnir. Sumsé, eini glæpurinn sem þessi drottnandi glæpalýður sér er að vera fátækur af peningum.

Já fátækt er eini glæpurinn sem stærsti glæpaklúbburinn, ríkið, sér. Það er það versta ef ekki er hægt að sjúga fé útúr fólki. Til að auka enn við ójöfnuðinn, þá þarf að senda þeim ríkust féð sem reitt er af þeim sem nær ekkert hafa. Annars koma refsingarnar inn. Vopnin og kúgunin ef lýgin dugir ekki ein sér.

Þrælahald er enn í gangi, bæði beint og óbeint. Þrælahald með börn er i Kina og Indlandi, já útum allar trissur og konur búa þar við verst ástand og börn og dýrin. Allir þeir sem ekki kunna að verjast eru í stórhættu fyrir þrælkurum.

En verst er að þeir "frjálsu" hugsa um fátt annað i sínum græðgis hlekkjum en að ná taki á einhverjum sem hægt er að þrælka. Græðgin er ánauð. Stöðug ófullnægja. Að eiga ekkert er að eiga allt... einingartilfinning. Enginn angist og áhyggja. En áróðurinn lygavarðanna seigir hinsvegar... þú ert aumingi, þú ert lúser. Þetta er ekki rétt en þeir sem eru í valda og peningaleik, og þar á meðal ríkið, þeim er meinilla við þá sem ekkert eiga. Sumse, eignir eru líka ánauð. Þá nær kerfið taki á þér ef þú ert eigandi af einhverju sem hægt er að ná af þér.

(Innskot: þessvegna er land í eigu sjálfsín, það er hugsjónafélagsskaps, mikill léttir fyrir alla.. þá er ekki hægt að ræna landinu undir misnotkunar verkefni... og þá eru landverðirnir ekki undir hælnum á ríkinu og kapitalinu)

sumsé, hef ég laungun núna? Jú ég óska þess að þú vaknir og að við gerum það sem gera þarf saman. Byggjum frá grunni.

Inga kommentarer: