onsdag 26 november 2008

Hvað er lýðræði?

Já hvað er raunverulegt lýðræði?

Og hvað er ekki lýðræði?

Skoðum orðið lýð-ræði. Lýður er fólkið... enginn undanskilinn, sumsé allt fólkið og ræði er að ráða, stjórna. Stjórn allra. Stjórn fólksins. Og hvernig má þetta verða að allir geti verið með í ráðum? Altént allir sem það vilja. Og hvernig stendur á því að við köllum það lýðræði, þegar aðeins örfáir ráðskast með allt sem þjóðin á sameiginlega og stýra því í þrot. Stýri sér í hag og örfárra. Setji ólög ofaná ólög sem þrengja hag fólks og gera alla að stritandi þrælum og þrælum ótta viðofsóknir þessara fáu sem öllu raka að sér og þrælum fátæktar og vonleysis og depurðar?

Já hvernig getur lýðræði virkað. Félagsform þar sem allir landsmenn eru hafðir með í ráðum og tillit er tekið til allra og jafnvel allra þátta sem til góðs eru fyrir öll lífsform til framtíðar og í þágu augnabliksins þar sem allt gerist og hamingjan getur blómstrað því aðeins að allir séu virtir? Ég tel að alveg sé ljóst að maðurinn sem d´æyrategund hafi alltaf ráðið ráðum sínum í litlum hópum og aðeins í litlum hópum sé tekið tillit til allra og á allra hlýtt. Mín reynsla af hópstarfi og fundum er sú að á meðan að hópurinn er ekki stærri en svo að allir þekki alla, þá sé enginn hætta á að til verði yfirstétt og undirferli og kúgun í skjóli lyga og misskilnings. Stærð hópsins ræðst að þessu. Mín reynsla er semsagt að á meðan að hópurinn fer ekki yfir 100 til 150 manns, að þá sé hægt að ráða saman ráðum sínum. Að allir geti þekkt alla með nöfnum og kynnst og að allir geti setið í hring og fundið lausnir saman. Ég hef reyndar sett þessa tölu fram sem áhugaverða tölu einnnar lýðræðiseiningar við 144. Hér er grunneining hins eina sanna lýðræðis. Hópurinn. Stórfjölskyldan. Þannig tel ég og að ljóst sé að manneskjan hafi haft það fyrir þann tíma sem kallaður er uppruni síðmenningar en það er í raun öfugsnúið, því þá fór siðmenningin fyrst á skön og yfirstétt og undirferli urðu til er fólksfjöldinn varð slíkur að fólk þekkti ekki lengur hvert annað og ólög fárra voru tekin upp til að hafa stjórn á fjöldanum í þágu minnihlutans. Þetta er það samfélag sem hefur í krafti lyga og ofríkis tekið yfir öll lönd og rænt okkur öll lífhamingjunni og ögrað réttlætiskenndinni allar götur síðan og valdið stríðum með frekjugangi og yfirgangi hvarvetna allar götur frá upphafi þess í Persíu fyrir 7000 árum og kallað er "arísku innrásirnar frá Littlu Asíu" (the arian invations)

Jæja þessi grunneining er grasrótinn sem kýs sér svo einn fulltrúa á hverju ári. Fulltrúar allra þessara hópa hittast svo á "iðavöllum". Þ.e. útí í náttúrunni á nýjum stað hvert ár og ráða saman ráðum sínum sem varðar hag þjóðarinnar allrar og landsins og lífs á því.

Hér höfum við það grunnform sem við getum með sanni um sagt, já þetta er lýðræði. Þetta er það sem átt er við með hugmyndinni um að allir séu með í ráðum.

Sammála?

Inga kommentarer: