kannski langar mig að synda í faðmi þínum óskilgreinda vera
vera má að ég þrái ofsafengið að afklæðast öllum þrám
eða mig langar heim, heim í hvítu lökin hreinu draumanna, mömmu í byggðavegi hvar Kaldbakur horfir á mig í kyrrlátum eilífum bláma af eldhúsbekknum
og rikagnirnar í stofunni standa kjurar í loftinu í sól sem borar sig í gegnum stórrisið, ja svífa afar hægt og letilega
í húsi sem nú er draugabær... svo furðulega rautt og falið í ofvöxnu gréni
eða bara vaða heita mýrarflaka, berfættur í brunklukku rannsóknum
er einhverra sérgóðra aðstaðna að minnast? Einhver fjalla faðmur að sakna? Hvar sorgin var ekki nærstödd... í hafi þúsund ára þjóðarsorgar... ég held að mínar bestu stundir hafi verið er ég sat á eldhúsbekknum við gluggann og fylgdist með hvað bar fyrir augu með Kaldbak þarna sífellt í ró í fjarska... það var líka gaman í snjónum og á ísnum þegar hafísinn kom inn fjörðinn og pollurinn fraus
jæja ég ætla að leifa Eyjarfirði að sökkva inn
já það er eitthvað dularfullt við Gásir sem kallar á mig
merkilegt hvað pabbi fór oft með mig þarna úteftir á Dagvarðareyrina
já berjaferðirnar, þar var gleði
kanski eru demantar hjarta mín fólgnar í brosi Smith, manns sem vann alltaf við að vikta ull uppá lofti í pakkhúsi verksmiðjum Gefjunar. Annar ullarvinnumaður afskaplega góður og þolinmóður við barn einsog mig vann í ullarmóttökunni. Ja hvað hann hét. Ég man bara eftir augonum. Þessum augum sem blikuðu svo skært þarna í allri ullarfílunni. Þar mátti ég leika mér að vild. Byggja gaung úr böllum og hella. Einskonar kofa. Leynistaði. Ég veit ekki af hverju ég er svona gefin fyrir leynistaði og byggingalist. Aldrei var ég skammaður. Ekki einusinni þó ég meddi mig. Fékk gat á hausinn við eina kembivélina. Varð að sauma mig. Engum datt í hug að reka mig út eða amast við mér. Enda var ég nánast alinn upp í þessum verksmiðjum og fór að vinna þar 12 ára. Þarna voru jú foreldrar mínir allann sólahringinn nánast. Pabbi á daginn og mamma á næturnar.
Alltaf var ég að byggja kofa... Það var min æðisgengna ástríða. Ég byggði tveggjahæða kofa með svölum bara smápatti... þeim kofa var velt af Eika og Jobba... ég gekk berserksgang af reiði... öskraði grenjandi. Þeir voru miklu stærri en ég en ég óð í þá og uppskar bara hlátur og niðurlægingu.
Svo byggðum við bræðurnir sumarhús úr brunnum kofa. Þar var ég öllum stundum að saga og skreita og skrifa ljóð í viðina. Í rúmgaflinn var brenndi ég langt ljóð eftir Snorra Hjartar, Fjallaeyvind sem byrjar svona: "Líf frelsi, við flýjum í útlagans spor, undan kröfum og dómum."
Þetta ljóð er eftirá að hyggja orið svolítið lýsandi fyrir líf mitt.
Ég hef mikið verið uppá kant við reglugerðir og yfirvald og hverskyns kúgun sem ég hef skynjað sem óþarfa og já valdnýðslu.
måndag 8 juni 2009
næ ekki að sofna.. eitthvað kraumar innímér
Prenumerera på:
Kommentarer till inlägget (Atom)
Inga kommentarer:
Skicka en kommentar