tisdag 5 augusti 2008

hvað er ég að seigja við ykkur kæru Íslendingar?

Ég er seigja að þetta gengur ekki svona... við þurfum að byrja alveg uppá nýtt í leiknum "með í leiknum þramma" hvernig við lifum saman og erum vistvæn, öll sömun og lifum heilsusamlegu hollu lífi og skemmtilegu með mikið af fólki og náttúru í kringum okkur... Við erum að byrja að leika okkur já, gera það sem er gaman og heilbryggt og fallegt og skemmtilegt... þetter einsog að vera alltaf í útilegu eða alltaf í indjánaleik eða álfaleik... alltaf í undrinu að sjá og skilja, vera aftur og ávallt barn í kærleikanum og ljósinu og viskunni... við semsé erum að leita hvert að öðru... finna hópinn okkar... við getum æft okkur allavega með formið... stofnað hverfafélög og útileguhópa og náttúruvæna landnema hópa og þíng af ýmsu tagi... mjög skemmtileg verkefni... og afar heilsusamleg... jú við böðum okkur mikið og síngjum og dönsum mikið og borðum hollann og góðan mat og drekkum te af alskonar plöntum, sérílagi íslenskum og frá fjalllendinu og sölvafjörur og purpurahimnufjörur meigum við til með að kanna, nú er tími bjargræðanna... tíminn til að safna jurtum og berjum og búa sig undir veturinn... hm.. er þetta ekki spennandi... og þarna útí náttúrunni guðsgrænni og blárri er góða loftið og góða vatnið og hreifingin og heilbryggðið og lífsgleðin... heilsan
það er mikklu skemmtilegra að vera náttúrubarn en að vera inní þessum fángelsum í borginni og falsvonum og vitandi að maður er að taka þátt í þessu með því að kaupa þessar vörur allar... stopp seigi ég... mínnka neisluna og fara að finna leiðir til að finna næringuna eða rækta bæði inni og úti líka... hm.. ég er því miður ferðamaður hér og er því aðallaga bara að skoða villtu plönturnar... fann hvönn í fyrradag... er á leiðinni uppí græna dalinn á Hellisheiði sem við þurfum að vernda fyrir orkusugunum sem ættla sér að framleiða vopn úr orku okkar lands... þetter skömm og svívirða... já uppí græna gufudalinn sem heitir Klambragil sumir kallan Reykjadal á hellisheiði... farið til vinstri 4 km áður en komið er í Hveragerði skilti vinnstra meigin eða að austanverðu við veginn "ÖLKELDUHÁLS" Þetta er malarvegur Hitaveitunnar og þann veg er ekið í 5 km. þá er dalurinn 800 metra til hægri við veginn... í austur... það er þíng Álfa og náttúruunnenda frá Norðurlöndum og héðan... og máski víðar að...

Ofan í þessum dal, Klambragili er heitur lækur og Laavo, samískt tjald og kanski fleiri litil tjöld...
þegar eru komnir nær 10 manns ... Normenn, Danir, Svíjar og já Íslendingar og Englendingur

og þar rennur heit á og köld og sólin skýn og þar er eldað í heitum hverum að hætti útilegumanna og hvaðeinað... máski klömbru hleðsla æfð og ýmislegt skojað...

og raulað...

þar bíður okkar kyrrð og einingartilfinning við allífið... Orðin samvera og samkennd fara að fá djúpa merkingu aftur og óþreyjan hverfur af okkur einsog dögg fyrir sólu...

já talandi um sólina... sólin var jú dýrkuð um öll lönd hér áður fyrr, sú trú var gömul sem reynsla eldapans... við urðum til er sólin hvarf í rykmekki og allt kólnaði og við skildum að allt líf kemur frá sólinni... ljósinu... og að ljósið er ið eilífa í okkur... lífsandinn... þá fengum við eldinn eða fundum fyrir náð og gátum hjarað af með þeirri littlu sól í myrkrinu og kuldanum yfir vetrarmánuðina... í saung og sýnum frá sumartíð og þá fórum við að halda jól til að minnast þess hvernig við uppgötvuðum eldinn á myrkum köldum tíma og þegar sól var hæst á lofti á miðju sumri þökkuðum við og glöddumst yfir kærleika sólarinnar

og það er hægt að lifa á sólarljósi, en erfitt án að vera nema með liðsinni eldsins og þannig urðum við til við erfiðar aðstæður í köldu eldfjallalandi... landi sem sökk og liftist eftir því hve mikill ís bar bundinn í jökla á jörðinni... Landið elds og Ísa.

morgunbirtan er best, svo kvöldbirtan... þá er hægt að horfa á sólina, þegar hún liggur við sjónhringinn... bara örfáar sekontur fyrst og svo einni og einni sekontu meira hvern dag... ef það er óþægilegt þá ertu að horfa of lengi og þarft að stytta tímann hve lengi þú horfir, ekki fara of hratt... hægar......... meiri ró... hvað sérðu? Þú ert að anda inn í heiladingul og dreyfa orkunni niður við útöndun... niður í rófubein og fætur í einum andadrætti... gull haf!

Tryggvi

Inga kommentarer: