Þeir sérfróðu telja og vona að þetta sé tímabundinn skellur og "upp skal aftur á kjöl klífa"... það er, að halda áfram að fjárfesta lána og okra og ræna bæði fólk og náttúru með hinum eilifa hagvexti, aukningunni sem samfélag sem byggir á vöxtum verður alltaf að hafa. Ekki örlar enn á skilningi á því að samfélag sem byggir á árlegri aukningu er á leiðinni að leggja alla náttúruna undir eyðileggingu.
Ekki örlar enn á skilningi á þeim grundvallar glæp og óhugnaði að stöðug aukning í lokuðu kerfi er eyðileggingarstarfsemi og í raun bilun.
Ekki örlar enn hjá þeim hinum "vísu" pávagaukum peningahyggjunar að neitt sé að því að stunda bánkaviðskipti yfir höfuð. Þetta sýnir mér að hin vitstola peningahyggjumaður er ennþá að, er ennþá tílbúinn til að rísa á fætur og hefja sína vitstola skemdarverkastarfsemi að nýju.
Stopp! Ekki meir ekki meir. Burt með allar þessar fjárfestingaklíkur og klær og klæki. Þetta er það sem vantar inní umræðuna algerlega. Og ekkert að gerast mannfólki og lífríkinu til heilla þar til það er skilið og meðtekið.
Þá hefst fyrst sú umræða sem beðið hefur verið eftir um árþúsundir.
Samfélag sem ekki byggir á aukningu. Samfélag sem virðir lífið. Og gullöldin, jafnvægissamfélagið sem sér lífið sem heild en ekki bara manninn... þessa rottutegund sem það eina sem skiptir máli. Og ekki bara þessa sköllóttu brjáluðu mús heldur allar tegundir. Hvernig þær næra hver aðra í fegurð og með gagnhvæmri virðingu. Þá fyrst hefst hin nýja gullöld mennsku og hamingju.
Á meðan að þetta er ekki inní umræðunni þá eru menn og fjölmiðlar ekki bara landráðamenn, heldur lífsráðamenn... morðingjar lífsins... dauða-stefnufólk.
Gleymið því ekki að Aldeyjarfoss er nú rétt í þessu undir hamrinum, gróðafýklanna, ásamt og með öllum djásnum landsins og börnum og blómum.
tisdag 30 september 2008
hvað vantar í umræðu "sérfróðra" blindingjanna?
Prenumerera på:
Kommentarer till inlägget (Atom)
Inga kommentarer:
Skicka en kommentar