tisdag 30 september 2008

einn Al-heilagasti foss á Íslandi


þarna hef ég setið lengi. Það er svo furðuleg tilfinning og draumkennd og seiðandi... drunur og dynkir og spíral kraum þarna... vinstra heilahvel dettur út, allt hverfist og víbrar, jörðin og sálinn.
Mest seiðandi vatnsfall sem ég hef heimsótt. Ég var jú í sveit í Bárðardal sem barn. Ég ber þess merki alla tíð. Allur dalurinn er eitt djásn. Og fólkið. Ég var á Eyjadalsá. Hvarf var alltaf í hvarfi. Einbúi beint á móti. Og endarlausar heiðarnar upp Eyjadalsá. Fosshóll var alltaf miðjan og gamla símstöðin. Þar eru nú minjagripir dalsbúa. Dalurinn er allur grænni en hann var. Mikil skógrækt. Allt svo gott þarna í dalnum og fossinn vakir yfir og sýngur sinn ævaforna seið. Að nokkrum skuli detta í hug að setja þennan foss í pípur er bara geðveila. Það skemmir allann dalinn. Þá er meiri gleði að sjá björkina klæða dalinn. Aldey er gamalt nafn á Íslandi. Hér hefur völva ráðið nafngift. Hin aldna eyja, það er: eyja forna. Ennfremur tengt Alda, samanber "ár var alda" 3. vers í Völuspá. Og þar er tenging yfir í Al=Hal, hið heilaga, Það sem er vistvænska er að sjá heildina. Má seigja Alvaldið.
http://skjalfandafljot.is/skraning.php

Inga kommentarer: