söndag 28 september 2008

sól og endalaus sól og vindar og lauf og já baul...

sumsé
the greatest wonder seigir Judistira í seinasta hluta Mahabarata sögunnar, er að við lifum einsog okkur finnist við munum lifa að eilifu..
allir gera þessi reikningsmistök
ennfremur, við viljum halda í, (sér í lagi íhaldið, íhaldið er ótta bandalag, samtök þeirra sem óttast verðandina, þ.e. lífið) finnast að hlutirnir eigi að vera eins og þeir eru NÚNA alla tíð, sérílagi ef við höfum eitthvað sem við kunnum vel að meta..ást, fegurð, eiginleika sem mikils eru metnir... þetta mikkla nú skal lögfesta, steypa, verja með veggjum eða lygum... sjálfsblekkingu... en við erum í foss, við erum breytingar... allt er stöðugt að leysast upp og taka á sig aðrar myndir... (the budda low of impermanence... er veruleikinn harði... mjúki... allt streymir í ný form og þó, hlutirnir endurtaka sig... ) og svo viljum við gefa börnonum eitthvað af því sem við teljum verðmæti í... en því miður gefum við þeim drasl og falska veruleikasýn... í staðn visku og skilnings (sem við höfum ekki þrek til að sjá sjálf með skírleika...) þetta veldur mikklum sársaukatilfinningum...

mikil lækning er að kunna að gefa eftir og sleppa tökunum á því sem við viljum hanga á í þessu mikkla orkufljóti... þar hjálpa núið... að anda og leifa sér að streyma... svífa og kvaka... elska núið og hvert annað... og alltið.. jú stríð eru frekjugangur... ferleg tilætlunarsemi.... viljastýrð nauðgunarárátta... lög og pyntingar, fangelsi, afneytun... allt er það gert til að pína aðstæður fram sem einhver einn eða fleiri vilja yfir fjölda annarra... og réttlætt með mikklum þrýstingi (áróðri) en heldur samt ekki... skapar og pínir samtímis.... skapar þrá eftir andstæðu sinni... "sannleikur" af þessu tagi er kannski bara hóplygi, hópfrekja..

mér fannst ég eiga eitthvað

líf mitt var opin bók, streymdi fram

haf af möguleikum, stöðug uppbygging, aðdragandi að stórkoslegum dularlöndum...


nú þegar hallar undan

fáein ár eftir

er persónan svolítið gáttuð... hér er ekkert nema vindur

sandur og suð
ekki mikið sem hönd á festir

mikkla orkuhaf... hér er lítið hjarta sem elskar fegurð...

valmöguleikarnir eru mjög margir.... hmmm.. bara kastupp krónu í svona stöðu... leiddu mig

viskuhlaðna orkuhaf... ljósenglar næturfiðrildi

í þínum lófa hvíli ég mínar þrá

Inga kommentarer: