ég held að það þurfi að stoppa innflutning á öllu nema algjörum lífsþurftum...
lífið gengur ekki útá meira og meira og bara ábyrgðarlausa sjálfshyggju
og þeir sem mestum eignum hafa safnað meiga skammast sín
og til þess að létta á því samviskubiti þá er bara að veita þeim sem minna hafa, eða þar sem þörfin kallar
nú þeir sem ekki sjá þetta, þeir munu ganga í myrkri og óttast um líf sitt og drasl og paufast við að byggja múra í ástleysi og leita allra ráða til þess að kalla fram sundurþykkju, sem mun koma þeim sjálfum mest í koll, leitast við að kúga aðra í sama stíl og sig sjálfa, byggja múra og semja lagleysur
en við þurfum að lækka seglin neyslunnar, ef við viljum hafa einhver ákvörðunarrétt yfir eigin lífi, hér í þessu aldna landi
á nokkur von á að hægri stjórn kunni slík ráð, að leggja hömlur á neysluna utanlands frá?
kannski ekki von á neinu að viti úr öðrum áttum heldur...
hvað með allraflokkastjórn þá... þjóðarsátt um sparnað?...
hm... vonandi ekki þjóðarsátt um þjófnað einsog verið hefur
lífið líkist meira í mínum augum fórn, eða ástarjátningu, gjöf, furðu augnabliksins... það er í missinum sem við verðum stór og nakinn um leið, einsog fallandi foss
..
hversvegna er ég svona sár? hversvegna kraumar í mér jötunmóður?
þessi börn eru öll ráðalaus og rótlaus og í blindingjaleik og mattadór með eftir þúsundára lygahaf
og neita að sjá manneskjurnar og dýrin og náttúruna í heild og neita að sjá kærleikann sem að baki öllu þessu býr...
neita að sjá að við erum sama veran og ekkert vit í að einn hafi það neitt betra en annar
því að orkan og vitundin sér allt, sér allar svikamillur og látalæti einsog í tæra bergvatnsá sé horft. Og ef einn er illa leikinn þá hefur það áhrif á alla hina...
að eitt barn sem er troðið niður getur fellt alla spilaborgina með orkuútgeislun sinni sem fer útúm allt. AÐ við erum dýr, að við erum orka sem á sér enginn landamæri.
það er hægt að loka sig af með brennivíni og það er hægt að skerma sig af með veggjum og reglugerðum og kaldhæðni, en þá fer bara þessi nálykt út um all og í alla og skapar stigmagnandi hörmungar og hvalræði í n heimum... þetter einsog með goggunarröðina, þú goggar og svo goggar næsta í þá næstu og svo eru allir goggaðir... og aftur er goggað til baka alla röðina og svo bergmálar goggið í öllum kofum. Það getur enginn falið sig. En menn geta lokað augum og eyrum og valtað yfir. En valta þá ovart yfir sig sjálfa. Verða flatir og ljótir. Eigingjarnir og heimskir. Og það skapar það sama.
Og að ef við ræktum eitrað blóm í Kína, þá hefur það áhrif á alla jörðina.
og að drasl dýrkun og samkeppni er að kæfa okkar bestu eiginleika. Þá eiginleika sem gefa hjartanu gleði og líkamslífinu og samverunni.
Ef að Ésú vær hér þá segði hann nákvæmlega þetta sem ég hef sagt hér.
Ésu var nottlega algerlega á móti vöxtum og það er ég líka. Vextirnir kalla á stöðugan vöxt mannfélagsins og yfirgang sem gengur ekki í lokuðu kerfi sem jörðin er... þetta er glæpur glæpanna.. og veldur því að allt lífríkið riðar til falls.
En munt þú þá hlusta? Þú sem hefur eyrun til þess og hjartað til að finna fyrir samkennd með lífinu. Heyr!
Við þurfum að haga okkur einsog við séum viðstödd jarðarför allar stundir. Jarðarför ástvinar. jarðarför allra "isma" tegunda. Okkar eigin jarðarför. Og skynja hve mikið undur það er að lifa og hve þetta er alvarlegur "leikur"... og stutt saga hvers og eins laufs á meiðnum ættanna. Og það er ekki mikil einkaeign í pottinum. Nei, bíddu við, einsog ég/þú vakni úr dauðadái á jarðarförinni, einsog fyrsta augnablik nýrrar fæðingar, er augu okkar mætast.... í óumræðilegri gleði yfir bara lífinu...
Við erum öll búin til úr kærleika. Hið illa verður til þegar ekki er hlustað. Hlustum á þennan nið samverunnar. Frumur í hafi sýngjandi. Það er ekkert að óttast þó allir sjóðir hverfi, ef við heyrum þennan nið. Einmitt í þessari auðn, þó við værum nakinn og allslaus þá erum við alsæl við hjartans hörpuslátt er við skynjum að við erum hér til að hjálpast að. Til að unna.
lördag 4 oktober 2008
hmm..
Prenumerera på:
Kommentarer till inlägget (Atom)
Inga kommentarer:
Skicka en kommentar