um þetta hef ég skrifað margoft hér á lightisee og víðar... þetta er grundvallaratriði að vistvæn hugsun og auðmagnshugmyndir frjálhyggjunnar fara aldrei saman... það eru algerlega andstæðar stefnur
Jú þetta er einfalt reikningsdæmi og ætti að vera öllum augljóst. En hið augljósasta getur verið ósýnilegt ef aðrir hagsmunir þ.e. persónulegar langanir og þrár eru í veði.
Sumsé vextirnir eru ekki til, því þarf að vinna meira til þess að borga þá... hin stöðuga aukning á aukningu verður svo til vegna þess að næsta ár er höfuðstóllinn hærri. Aukin þajóðarframleiðsla byggir semsagt á stöðugri aukningu á öllu og þar er stöðugt aukin sóknin á og eyðileggingin á náttúrunni. 1 % eða 10% er semsagt 1,1 prósent næsta ár eða 11% miðað við aukinn höfuðstól. Og hversvegna er þetta ekki í lagi? Jú Ísland er ekki óendanlega stórt og ekki heldur er jörðin það. Þetta er svokallað lokað rými. Þetta verður alltaf ógeðfeldara og ógeðfeldara. Já ógeðslegra... og endar bara með ósköpum. (Sjá einhverjir framaní Saruman hér, hann er fulltrúi græðginnar og stríðs lyga og kúgunarvalds og eyðileggingar náttúrunnar og dýralífssins, stjórnlaus frekjuhundur) Og aukningunni fylgir aukinn fólksfjöldi. Þetta heitir hólocost á ensku... þegar engisprettur fjölgar sér stjórnlaust.. og sem endar með fjöldadauða. Manneskjan er nú þegar plága á líkama lífsins. Eytrun, krabbamein, sjúkdómur. Og Það að vilja ekki sjá þetta er afneytun. Sefjuð eða innrætt afneytun og þá jafnframt lýgi. Sjálfsblekking. Heimska. Blinda. En ef svo heldur fram þá eru stigmagnandi erfiðleikar frammundan.
Sorgin sem ég upplifi kemur til af því að eftir að hafa horft á fjölda umræðna um bánka og landsmál í fjölmiðlum á íslandi þessar síðustu vikur, þá hef ég ekki heyrt neinn nefna þetta og varla er minnst á umhverfismál einusinni, nema í sambandi við afnemun umhverfismats. Þetta kalla ég blindu. Víst hef ég það sterkt á tilfinningunni að Hildur Hákonardóttir viti hvað hún sýngur í þessum efnum. Og fólkið á náttúruvefnum. Og t.d. Guðrún Tryggvadóttir. Hvoruga hef ég séð í umræðum hjá rúv. Sumsé, fjölmiðlafólk er sofandi fyrir þessu.
Byrjum allavega með því að lækka vextina niður í 6% og svo í 3%... það tekur tíma að lækka seglin. En samfélag sem ekki pínir sig í stöðuga aukningu gefur fólki færi á að hvíla í ró og samkennd og kærleika. Þá fara andlegir eiginleikar að blómstra. Í dag hefur enginn tíma til neins. Við erum í þrælakistu óttans og ágyrndar og fólk tekur ekki eftir því vegna þess að þetta ástand hefur verið keyrt yfir okkur svo lengi. Við þekkjum ekkert annað. Nema þeir sem taka sig útúr þessu og þeir eru litnir hornauga og ofsóttir. Ró og friður. Það er ekki stöðnun. Það er djúp og fegurð og þokki.
måndag 13 oktober 2008
Hversvegna vextir og vöxtur valda stöðugt aukinni eyðileggingu á náttúrunni!
Prenumerera på:
Kommentarer till inlägget (Atom)
Inga kommentarer:
Skicka en kommentar