fredag 24 oktober 2008

opið bréf til Íslensku þjóðarinnar 3. hluti (byrjun og eldri innleg neðar á síðunni)

mér finnst bara þjóðin mín... að það sé svo margt skemmtilegt sem við getum aðhafst fyrir þetta land og hvert annað og náttúruna bæði innra sem ytra.. og margar leiðir að tjá sig og hafa áhrif til betri vega. Bættra samskipta og einfaldari húsagerðarlistar og þægilegri. Og saunglistinn gefur mesta gleði og dansinn. Ekki síst samdansinn. Opið svið allar stundir hvar sem er. Og hvenær sem er. Hvílíkt ógnar frelsi það að hafa ekkert ríki, ekkert framhvæmdarvald sem ofsækir mann og veldur endalausum töfum með umsóknum um leifisveitingar og gjaldtöku og eftirliti og og öðrum frekjugangi...

allir eru bara skapandi og einlægir og hjálpsamir og velviljaðir við hvaðeinað sem þarf að gera og gera hlutina saman á skynsamlegastan og skapandi skemmtilegan, hamingjuríkan hátt

Og hvílikt ógnar frelsi það er að hafa ekki vinnu en vera sífellt að gera það sem gera þarf þá og þá stundina...

hvar sem maður er staddur, án þess að nokkurs sé krafist, þá kemur allt einsog af sjálfu sér í eðlilegasta og hin fegursta og upplífgandi gleðjandi óumræðilega yndislega heilaga farveg

Inga kommentarer: