måndag 6 oktober 2008

svikamylla aldanna, fólk er haft að fíflum með auð sem aldrei var til!

Ef horft er kirfilega á fyrri hluta þessarar myndar frá zeitgeist um fjármálasvindl bandaríkjamanna, þá kemur í ljós að þeir hafa lánað fé sem aldrei var til, þessvegna get ég ekki betur séð en að ekki sé þörf á að greiða það sem aldrei var til.

Þar fyrir utan er vaxtataka glæpsamlegt fyrirbæri... eiga menn að greiða glæpamönnum fyrir það að þeir taka mann kverkataki?

Í þriðja lagi þá er kapitalismi bandaríkjanna ein samhangandi glæpasaga og sjónhverfingar allt þeirra æði. Ekki er vit í að styðja þá frekar með því að ausa fé, striti kynslóðanna og landið, náttúruna og miðin í hendur svona trantaralýð.

Í fjórða lagi þeir nota féð til enn frekari glæpaverka. Ekki kann það góðri lukku að stýra að styðja slíka óhæfu.

Í fimmta lagi, þetta fé fer allt í hendur eins manns eða einnar fjölskyldu ef nokkur er svo vitstola að greiða, sem ekki er neinum til góðs.

Sumsé, ef við erum sammála um að ekki eigi að greiða einn aur í þessa hýt, þá er best líka að gera sér grein fyrir að ekki verður meira keypt af þeim.

Framtíðin eru vöruskipti. Við látum út fisk og fáum bara algjörar nauðþurftir. Best er síðan að haga seglum svo að innan fárra ára verði ekki þörf á neinu frá öðrum löndum og kallast það sjálfsþurftabúskapur og fylgifiskur þess er raunverulegt sjálfstæði. Raunverulegt frelsi frá þrældómi og ótta og tímaeyðslu og leiðindum.

Eða það sem verra er, þrælasamfélagi blindra loddara. Og erum við þar nú, eða hvað? Ja það liggur svo nærri sem verða má. Þjóðin rambar á gjaldþroti. Þrátt fyrir dugnað og skynsemi er mannfólkið á rángri leið ofurdrambs og ofur-efnishyggju. Það er ofvexti og ofur- græðgi, með hræðilegum afleiðngum fyrir allt lífríkið. Mér liggur við að kalla það ógeðs og dauðastefnu, sem brunað hefur fram, síðustu áratugi. En nú höfum við vonandi lært lexiu. Og erum tilbúin að spyrna við fótum. Lyga-laga-smiða "terrorismi" drasl og drottnunar-fíkla. Já erfið setning í munni en hvernig sem hún er hnoðuð, þá er innihaldið því miður spegill af raunveruleikanum sem við höfum búið við all-lengi á Íslandi og bara almennt í þessu svokallaða vestræna samfélagi. Þetta hefur aldrei verið augljósara en þessa dagana.

Ef þú vilt standa með mér að valkostaleið, þróun á öðrum betri og hamingjuríkari leiðum, já við gætum kallað það sannan frelsisflokk, hafðu þá samband.

Tryggvi

Inga kommentarer: