ég man hvernig þetta var í Bárðardal fyrir 45 árum. Þá voru peningar ekki nefndir á nafn... fólk var alltaf að hjálpa hvert öðru. Það var einhver helgi og er yfir þeirri aðferð. Semsé við vitum nú að stöðug aukning gengur ekki í lokuðu kerfi... þetta er bara spurning hvar við viljum setja jafnvægið. Og nú ásælast hinir gráðugu ísland og orku sem gengur að nýta til eilífðarnóns að því er virðist. Án mengunar. Þetta er í raun dýrasta og fínasta orka í heimi. En flestir vilja nánast gefa þessa orku til framleiðanda sem ekki hafa neina siðferðiskennd nema ÉG! og MEIRA!. Framleiðanda sem velja vopnaframleiðslu framm yfir skógrækt og mannauð. Manneskjan er þeim í raun ekkert nema eitthvað sem hægt er að nota sem þræla. Annars meiga þeir eiga sig. Náttúran er þeim ekkert nema ef hana má ræna einhverju. Þetta er allt! Við höfum val, viljum við sjá og skilja eða viljum við eyðileggja ennþá meir þar til komið er að því að við höfum drepið allt og eyðilagt og tortýmum jörðinni sem við stöndum á og hvert öðru í æ meir grimd. Eftir því sem lengra lýður er missirinn meiri og lengri leið til baka. Sárara að snúa við. Harðara. Sumsé auðhyggjan sem hugmynd er dáinn. Nú er hún heróin. Böl. Ekkett fagurt við hana. Þeir á stóru jépponum skammast sýn. Já þeir meiga skammast sín. Þeir eru ljót sjón og hrokafull og heimsk.
torsdag 16 oktober 2008
Prenumerera på:
Kommentarer till inlägget (Atom)
Inga kommentarer:
Skicka en kommentar