Sveitastjórar hrópa eftir eyðileggingu á Bárðardal og Aldeyjarfoss, magnaðasta og heilagasta vatnsfalli Íslands. Þetta álver á ekki að fara í umhverfismat seigja þeir af því að okkur bráðvanta peninga. Betri bíla og stærri hús vilja þeir. Þeim nægir ekki að búa í bestu sveitum landsins við frábæra náttúrufegurð og ferðaþjónustumöguleika og orku sem hitar upp húsin þeirra og sundlaugar. Bestu fiskimið heims í seilingarfjarlægð. Þeir vilja risaverksmiðjur með erlendu verkafólki og eyðileggingu náttúrunnar og efnamengun. Nei svona frekjudallar voru á Húsavík fyrir meira en hálfri öld og heimtuðu þá herstöð. Svo heppilega vildi til að ekki var hlustað á þá, þeirra sjálfra vegana og alls byggðalagsins. Vonandi verður ekki hlustað á þessa græðgishjal fárra, líklega vektak, sem hugsa bara útfrá skammtíma sjónarmiði, og vilja flýta sér sem mest í aura, heldur núna, þeirra vegna og landshlutans. Benda má þeim á að þeir geta byggt upp fjölbreyttan vistvænan smáiðnað og ræktun sem getur vaxið jafnt og þétt með fjármögnun innanlands og í þeirra eigin sparisjóð, sem ku vera best rekni bánki landsins. Það skilur ekki slóð eftir sig af þjáningu. Það mun vekja athygli og aðdáun ef þeir bera gæfu til að hugsa og starfa í hæfilegum stærðarhlutföllum og gróðursetja tré til framtíðar. Það er fegurð og mikilleiki. Sérílagi eftir þær hörmungar sem nú eru uppí á borðum. Og allt mannlíf í hættu og náttúran af völdum erlendra auðhringa sem nú gapa yfir öllu og vilja éta allt upp á augabragði og hrifsa af landi og þjóð börnum og barnabörnum landsins og framtíðarkynslóðum í endalausum halarófum til sárrar vansæmdar og sorgar.
torsdag 16 oktober 2008
Prenumerera på:
Kommentarer till inlägget (Atom)
Inga kommentarer:
Skicka en kommentar