onsdag 15 oktober 2008

"Lán" hjá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum er sjálfstæðismissir og tvíefling á frjálshyggjunni, sem nú var að renna á rassinn!

Það er ljóst og rétt hjá Ögmundi að alþjóða gjaldeyrissjóðurinn er verkfæri í höndum kapitalista til þess að ná algjörum yfirráðum á íslandi. Það er í raun afsal sjálfstæðis og fáránlegt að það skuli vera fólk sem kennir sig við sjálfstæði sem vill fá "lán" hjá þessu valdafíkla og peninga-fasisitabandalagi frjálshyggjunnar. Noregur er besti valkosturinn ef við viljum hjálp og þá eins lítið og hægt er að komast af með. Ef við látum "sjálfstæðiflokkinn" leiða okkur áfram útí glapræði þá er yfirvofandi gjörnýting á öllum auðlindum landsins og það fer allt í þá fíklahýt siðleysingjanna. Vilja menn eyðileggja allar náttúruperlur landsins? Eða hversu alvarleg er þessi hópgeðveiki "frjálhyggjan" og allt til sölu æði á Íslandi. Er allt vit farið? Niður með stjórn "sjálfstæðismanna" þ.e. landsölumanna! það sem þetta peningalið er að sækjast eftir er að komast "lagalega" og það með klækjum yfir allt verðmæti og auð sem fyrirfinnst í landinu. En þeir vilja láta líta svo út sem "við" þ.e. kjörnir fulltrúar hafi beðið þá um að koma. Fyrst að lána þeim rækilega, svo að setja þá í bóndabeigju, síðan að fá þá til að biðja um hjálp... á hnjánum... óhuggulegt!
Því miður eru íslendingar búnir að grobbasig svo af auðlindum landsins að nú eru úlfar komnir á kreik. Markmið alþjóða gjaldeyrissjóðsins er að komast að "kjötkötlonum", ná algjörum yfirráðum hjá varnarlausum þjóðum sem gengið hafa í gildru... svo að auðhringar og kapitalistar geti rænt öllu og rupplað... altso að "alþjóða" mafian getu vaðið yfir landið og rænt þar öllu. Getum við treyst þessari ríkisstjórn? Þessum "sjálfstæðismönnum" sem komu okkur í þetta fen? Ég seigi nei. Það finnst mér augljóst. Ég vil fá Ögmund og Steingrím J í uppbyggingu sjálfstæðs Íslands. Tílboð Putins er sama eðlis og alþjóða sjóðsins og stórhættulegur valkostur. Rússar eru ekki þekktir fyrir liknarstarfsemi. Og ekkert fæst gefins í þessum peninga og valdsleikjum. Það er sárt að sjá að svo virðist sem lítið sé á landið sem einskonar munaðarleysingja eða mellu eða já að landið sé á uppboði og nú berast tilboðin frá mafíósum og andlitslausum skrímslum sem dýlja sig á bakvið hjálparstarfsemi. Vilja menn selja sig formlega til Rússa, USA eða Evrópu? Þá er frekar ráð að leita til frændþjóða. Annars skil ég ekki hvernig á því stendur að fámenn klíka getur komið þjóðinni allri í svona pitt. Er þetta eitthvert sjónarspil eða er stjórn landsins í höndum glæpona? Á þjóðin að gjalda þess? Hvað er að því að vísa ábyrgðinni yfir á þá sem ullu? Semsagt burt með "sjálfstæðisflokkinn". Fáum til starfa fólk sem vinnur fyrir hag lands og þjóðar en ekki erlenda auðhringa... "Gullsöfnunarskrímsli" einsog draumur Helga Péturs frá 1907 getur um.

Inga kommentarer: